Á kynningarfundi sem Kadeco hélt 10. febrúar 2021 var farið yfir alþjóðlega hönnunarsamkeppni fyrir þróunaráætlun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll. Hér að neðan eru myndbönd af stökum kynningum frá fundinum. Viðburðurinn í heild er aðgengilegur hér.
Kadeco hefur verið falið það hlutverk að leiða samstarf ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skiplag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Félagið stendur fyrir valferli á hönnunarteymi sem mun vinna heildstæða þróunaráætlun fyrir svæðið. Þróunaráætluninni er ætlað að vera grunnur að sjálfbærri þróun og skipulagningu svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll til ársins 2050.