Alþjóðleg samkeppni

Forvali fyrir samkeppni um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll fram til ársins 2050 var hleypt af stað í maí 2021 á útboðsvef Evrópska efnahagssvæðisins. Mikill áhugi var á samkeppnisútboðinu og alls bárust umsóknir um þátttöku frá 25 alþjóðlegum teymum. Þrjú teymi, leidd af Arup, Jacobs og KCAP, komust áfram í lokaáfanga samkeppninnar og voru valin til að skila mótuðum tillögum byggðum á efnahagslegri greiningu. Í desember 2021, eftir að valnefnd skipuð fagaðilum hafði farið yfir tillögurnar, var tilkynnt um niðurstöður samkeppnisútboðsins en það var alþjóðlega hönnunar- og skipulagsstofan KCAP sem varð hlutskörpust.

Rík áhersla er lögð á að svæðið þróist í takt við samfélagið og að við uppbyggingu verði horft til styrkleika Suðurnesja og Íslands. Markmiðið er að fá fram heildstæða þróunaráætlun sem leggur grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum og dregur fram markaðslega sérstöðu svæðisins.

Keflavíkurflugvöllur er vel tengdur alþjóðaflugvöllur. Með vönduðu skipulagi getur hann orðið drifkraftur fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Staðsetningin á milli Evrópu og Ameríku, sveitarfélögin við völlinn, nálægðin við höfuðborgarsvæðið, umhverfisleg gæði og sérstaða Íslands eru þættir sem sérstaklega er horft til við þróun svæðisins.

Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni var lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið.

„Kadeco stendur frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að umbreyta nærsvæðum Keflavíkurflugvallar í öfluga miðstöð hagvaxtar og nýsköpunar“

– Max Hirsh, framkvæmdastjóri Airport City Academy

Samkeppnisgögn

Hér að neðan er að finna gögn sem Alta ráðgjöf og Kadeco tóku saman fyrir þátttakendur í samkeppninni. Í þeim er greinargóð útskýring á forsendum verkefnisins og greining á innlendu samhengi.

Greining á innlendu samhengi (PDF 8,2 mb)
No items found.
No items found.

Ertu með spurningar?