Svæðisþróun við Keflavíkurflugvöll

Kjarnaverkefni félagsins er að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu á landi við Keflavíkurflugvöll. Samstarf þessara aðila er grundvallaratriði til þess að tryggja að til verði heildstæð stefna og framtíðarsýn um þessi verðmætu landsvæði. Slík stefna miðar að því að nýta styrkleika flugvallarins sem drifkraft efnahagslegrar fjárfestingar, atvinnusköpunar og almennra lífsgæða á svæðinu og samfélagsins í heild.

Frá árinu 2006 hefur Kadeco unnið að þróun svæðis, ásamt leigu og sölu fasteigna, sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Í fyrstu var lögð aðaláhersla á að koma húseignum á Ásbrú í borgaraleg not. Sölu húsnæðis er nú lokið og er framtíðaráhersla lögð á landþróun svæðisins.

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Ásbrú norður

Ásbrú norður er verkefni sem snýr að þróun og uppbyggingu norðurhluta vallarsvæðisins, sem Kadeco mun leiða í samstarfi við þrjú ...

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Eldey frumkvöðlasetur

Kadeco hefur frá upphafi lagt áherslu á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú og þar hefur á skömmum tíma myndast öflugt samfélag ...

Nánar

Viðburðir og menning

Atlantic Studios er fyrsta flokks kvikmyndaver í fyrrum flugskýli varnarliðsins. Húsið er alls 5000m2 sem skiptast 2200m2 ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar
Ertu með spurningar?
Hafðu samband
+354 425 2100   
info@kadeco.is