Aerotroplis á Suðurnesjum

Viljayfirlýsing um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar - fyrstu skref í átt að mótun Aerotropolis á Suðurnesjum.

Í síðustu viku undirrituðu fjármála- og efnahagsráðherra og fulltrúar Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar viljayfirlýsingu um samstarf um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

Vaxandi ferðaþjónusta og flugstarfsemi samhliða miklum og örum vexti Keflavíkurflugvallar kallar á mótun nýrrar sýnar á framtíð og þróun þessa verðmæta svæðis er umlykur Keflavíkurflugvöll og nágrenni. Viljayfirlýsingin felur í sér að efnt verður til formlegs samstarfs til að tryggja að þróun og skipulag verði heildstætt og land verði nýtt með sem bestum hætti óháð mörkum skipulagssvæða sveitarfélaga eða Keflavíkurflugvallar.

Gott skipulag er forsenda þess að hægt verði að hámarka samfélagslegan ábata af nýtingu landsins og er skipulag á svæðinu því mikilvægur þáttur í vexti atvinnustarfsemi, sköpun starfa og almennri efnahagsþróun. Landsvæðið sem samstarfið tekur til verður afmarkað og áhersla lögð á að svæðið verði skipulagt sem ein heild á grundvelli sameiginlegra hagsmuna aðila yfirlýsingarinnar.

Samkeppni verður haldin um skipulag svæðisins, landnýtingu og þróun og í framhaldi unnið skipulag og þróunaráætlun fyrir svæðið.

„Nú er svo komið að ríkið, sveitarfélögin og Isavia hafa komist að samkomulagi um að vinna eftir þeirri stefnu sem félagið hefur markað um uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Tækifærin eru gríðarleg og það er mikilvægt að unnið sé ötullega að sameiginlegum hagsmunum svæðisins í heild með það að leiðarljósi að skapa verðmæti, atvinnu og hagsæld,“ segir Ísak ErnirKristinsson, stjórnarformaður Kadeco.

Kadeco hefur frá upphafi unnið eftir skýrri stefnu sem grundvallast í hugmyndafræðinni um flugborgina Aerotropolis. Sú hugmyndafræði byggir á því að skapa megi mikil verðmæti úr landi við flugvöll, þar sem alþjóðleg fyrirtæki kjósa að staðsetja sig við vel tengda flugvelli m.a. vegna möguleika til vörudreifingar en jafnframt að nýta flugtengingar fyrir stjórnendur og starfsfólk. Flugvellir sem hafa rými til að vaxa laða að fjölbreytta atvinnustarfsemi, og styrkir innlenda starfsemi með auknum viðskiptatækifærum og atvinnumöguleikum.

„Markvisst hefur verið unnið að því að laða að erlenda fjárfestingu og alþjóðleg fyrirtæki á svæðið með ágætum árangri út frá þessari hugmyndafræði. Starfsemi þeirra fyrirtækja sem greind hefur verið með tilliti til stefnu Kadeco og sótt hefur verið hvað harðast eftir að fá hefur skilað margra milljarða fjárfestingu á svæðið.

Fleiri fyrirtæki svo sem hótelkeðjur, dreifingaraðilar og hátæknifyrirtæki munu kjósa að staðsetja sig við Keflavíkurflugvöll ef boðið verður upp á aðlaðandi umhverfi, bæði í eiginlegum og viðskiptalegum skilningi,“ segir Marta Jónsdóttir framkvæmdastjóri Kadeco.

Kadeco hefur leitt þróun og umbreytingu á gamla varnarsvæðinu frá árinu 2006 þegar bandarísk stjórnvöld skiluðu svæðinu til íslenskra stjórnvalda. Eitt af megin markmiðum félagsins var að koma eignum í borgaraleg not. Á árinu voru síðustu eignir sem félagið fékk til umsýslu seldar og þar með er þeim kafla í sögu félagsins lokið. Verkefnið tókst framar vonum en á Ásbrú búa nú á fjórða þúsund manns og á þriðja hundruð fyrirtækja eru skráð á svæðinu sem skapa á annað þúsund störf.

Nýr kafli er nú hafin hjá Kadeco, sem er í eigu ríkisins við að annast skipulagsvinnu, þróun, markaðssetningu lands og hagnýtingu þess, ráðstöfðun lóða, innheimtu byggingaréttar og lóðarleigu að lokinni þeirri skipulags-og þróunarvinnu sem framundan er.

„Það er ánægjulegt að nú hefur náðst gott samkomulag um þróun, skipulag og uppbyggingu svæðisins. Farsælt samstarf ríkisins, sveitarfélaga og Isavia er forsenda þess að þau tækifæri sem Keflavíkurflugvöllur og nærsvæði hans hafa upp á að bjóða verði nýtt með markvissum hætti, “ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherravið undirritun viljayfirlýsingarinnar.

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Aerotroplis á Suðurnesjum

Viljayfirlýsing um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar - fyrstu skref í átt að mótun Aerotropolis á Suðurnesjum.

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Ásbrú norður

Ásbrú norður er verkefni sem snýr að þróun og uppbyggingu norðurhluta vallarsvæðisins, sem Kadeco mun leiða í samstarfi við þrjú ...

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Eldey frumkvöðlasetur

Kadeco hefur frá upphafi lagt áherslu á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú og þar hefur á skömmum tíma myndast öflugt samfélag ...

Nánar

Viðburðir og menning

Atlantic Studios er fyrsta flokks kvikmyndaver í fyrrum flugskýli varnarliðsins. Húsið er alls 5000m2 sem skiptast 2200m2 ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar
Ertu með spurningar?
Hafðu samband –
+354 425 2100 –
info@kadeco.is