ÁSBRÚ

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. 

Staðsetning Ásbrúar við stóran alþjóðaflugvöll skapar tækifæri fyrir uppbyggingu margháttaðrar þjónustustarfsemi í tengslum við flug og flugsækna starfsemi. Keflavíkurflugvöllur hefur á að skipa mun umfangsmeiri umferð en almennt tíðkast fyrir flugvelli í jafn litlum samfélögum og raunin er á Íslandi. Þannig er flogið með reglubundnu flugi til yfir 50 áfangastaða árið um kring. 

Ásbrú er í lykilaðstöðu til að laða að sér ábatasaman gjaldeyrisaflandi iðnað s.s. byggingu og rekstur gagnavera, heilsutengdan ferðamannaiðnað og græna hávirðisframleiðslu. Áherslan á græna starfsemi mun aðeins koma til með að aukast í framtíðinni.  Keilir skapar Ásbrú sérstöðu með því að skólinn hefur sömu megin áherslur og á við um þróun svæðisins. Ennfremur starfar skólinn náið með þeim fyrirtækjum sem koma sér fyrir á Ásbrú. 

Á Ásbrú hefur þannig myndast öflugt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 3400 íbúum og yfir 1000 starfsmönnum hjá 150 fyrirtækjum sem flest eru lítil eða meðalstór á Íslenskan mælikvarða. Ásbrú er einn af fimm bæjarkjörnum Reykjanesbæjar sem er fjórða stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 19.000 íbúa. 

Góð aðstaða er til útivistar, leiktæki fyrir börnin og stutt í alla helstu þjónustu í Reykjanesbæ þar sem hægt er að nálgast góðar verslanir, þjónustu, íþróttir og tómstundir fyrir börn og fullorðna.  Góðar strætótengingar eru innan Reykjanesbæjar og samgöngur við höfuðborgarsvæðið eru góðar með tvöfaldri Reykjanesbraut, hvort sem ekið er á einkabíl eða með almenningssamgöngum.

Nánari upplýsingar á www.asbru.is

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Aerotropolis á Suðurnesjum

Viljayfirlýsing um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar - fyrstu skref í átt að mótun Aerotropolis á Suðurnesjum.

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Ásbrú norður

Ásbrú norður er verkefni sem snýr að þróun og uppbyggingu norðurhluta vallarsvæðisins, sem Kadeco mun leiða í samstarfi við þrjú ...

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Eldey frumkvöðlasetur

Kadeco hefur frá upphafi lagt áherslu á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú og þar hefur á skömmum tíma myndast öflugt samfélag ...

Nánar

Viðburðir og menning

Atlantic Studios er fyrsta flokks kvikmyndaver í fyrrum flugskýli varnarliðsins. Húsið er alls 5000m2 sem skiptast 2200m2 ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar
Ertu með spurningar?
Hafðu samband –
+354 425 2100 –
info@kadeco.is