ELDEY FRUMKVÖÐLASETUR

Kadeco hefur frá upphafi lagt áherslu á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú og þar hefur á skömmum tíma myndast öflugt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 2000 íbúum og 650 starfsmönnum hjá 115 fyrirtækjum. 

Eitt fyrsta verkefnið sem félagið kom að var Keilir, alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka, en þar er boðið upp á vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Á Ásbrú hefur orðið til eitt stærsta námsmannasamfélag á landinu og meirihluti íbúa svæðisins eru námsmenn, bæði við Keili sem og háskólana í Reykjavík. 

Mörg frumkvöðlaverkefni hafa sprottið beint upp úr metnaðarfullum námsverkefnum í Keili og mikil tengsl eru milli skólans og atvinnulífisins. 

Eldey, frumkvöðlasetrið á Ásbrú, býður einnig fyrirtækjum með nýsköpunarverkefni frábæra aðstöðu, fræðslu og stuðning við að hrinda hugmyndum í framkvæmd.

Eldey er eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins og þjónustar frumkvöðla og sprotafyrirtæki, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun. Miklar endurbætur hafa staðið yfir í húsnæðinu í Eldey til að tryggja að frumkvöðlasetrið bjóði bestu mögulega aðstöðu fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa viðskiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg.

Húsnæðið er í heild 3.300 fermetrar og skiptist það í kennslu- og fyrirlestrarrými, fundaraðstöðu, og skrifstofu- og smiðjuaðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki.

Innifalið í leigu er nettenging, þrif og öryggiskerfi. Leigutakar hafa aðgang að sameiginlegum rýmum sem eru kennslu- og fyrirlestrarrými, fundaraðstaða, kaffistofa og opið viðburðarými.

Frumkvöðlasetrið Eldey stendur fyrir ýmsum viðburðum í samstarfi við sprotafyrirtæki og frumkvöðla í húsinu og má þar nefna Heklugos, hádegisfyrirlestra og kaffihúsakvöld.

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Aerotropolis á Suðurnesjum

Viljayfirlýsing um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar - fyrstu skref í átt að mótun Aerotropolis á Suðurnesjum.

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Ásbrú norður

Ásbrú norður er verkefni sem snýr að þróun og uppbyggingu norðurhluta vallarsvæðisins, sem Kadeco mun leiða í samstarfi við þrjú ...

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Eldey frumkvöðlasetur

Kadeco hefur frá upphafi lagt áherslu á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú og þar hefur á skömmum tíma myndast öflugt samfélag ...

Nánar

Viðburðir og menning

Atlantic Studios er fyrsta flokks kvikmyndaver í fyrrum flugskýli varnarliðsins. Húsið er alls 5000m2 sem skiptast 2200m2 ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar
Ertu með spurningar?
Hafðu samband –
+354 425 2100 –
info@kadeco.is