FJÁRFESTU Í REYKJANESI

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð við höfuðborgina og gott framboð af grænni orku skipta þar einna mestu máli. 

Svæðið hefur þegar laðað að sér fjölda erlendra fjárfesta enda hefur jafnt og þétt byggst upp mikil þekking og reynsla á sviði flutninga, nýtingu jarðhita og annarra endurnýjanlegra orkugjafa, heilsuferðamennsku, upplýsingatækni, líftækni, heilsuvöruframleiðslu og sjávarafurða svo dæmi séu tekin. Rannsóknir, menntun og frumkvöðlastarfsemi hefur leitt af sér spennandi fyrirtæki á þessum sviðum og enn eru tækifærin fjölmörg. 

Flutningar og samgöngur

Staðsetning Ásbrúar við hlið flugvallarins í Keflavík, mitt á milli stærstu markaðssvæða heims Evrópu og Asíu annarsvegar og Ameríku hinsvegar, gæti gegnt lykilhlutverki fyrir alþjóðleg fyrirtæki í leit að heppilegum stað fyrir bækistöðvar sínar. Þá er einnig stór iðnaðarhöfn í Helguvík sem býður upp á mikla möguleika í sjóflutningum og gæti orðið lykilhöfn þegar siglingaleiðir opnast á norðurslóðum.

Ferðamennska

Reykjanesið er einstakt þegar kemur að jarðfræði og jarðsögu og býður upp á fjölda heillandi ferðamannastaða. Má þar meðal annars nefna heimsþekktar náttúruperlur eins og Bláa lónið, sem National Geographic valdi eitt af 10 undrum veraldar, en einnig eru þar fleiri háhitasvæði. Ferðamennska á Íslandi vex hratt og nýir möguleikar og hugmyndir spretta upp. Heilsuferðamennska er ört vaxandi á Reykjanesi.

Sjávarfang

Á Reykjanesi er að finna stór sjávarútvegsfyrirtæki, öflug fiskeldisfyrirtæki, fjölmargar fiskvinnslur og mörg frumkvöðlafyrirtæki sem þróa nýjar vöru og lausnir á sviði sjávarútvegs. Fyrirtæki á þessu sviði koma til Ásbrúar vegna þekkingar Suðurnesja á þessu sviði, aðgangs sem þau fá að rannsóknarsetri Keilis sem er sérhæft á þessum sviðum og njóta nálægðar flugvallarins varðandi flutning á ferskum afurðum.

Líftækni

Reykjanes hefur byggt upp gríðarmikla þekkingu á nýtingu náttúruauðlinda, sérstaklega sjávarfangi og jarðvarma. Þegar er til staðar tækniklasi tengdur jarðvarma á Reykjanesi en hann samanstendur af fyrirtækjum sem framleiða orku úr jarðvarma, nýta græna orku og bæta nýtingu á orkunni með einhverjum hætti.

Þessu tækniþekking hefur einnig leitt það af sér að spennandi framleiðsla á lífrænum heilsu- og snyrtivörum er farin að ryðja sér til rúms.

Upplýsingatækni

Fyrirtæki í upplýsingaiðnaði hafa laðast að Reykjanesi. Gagnaflutningsgeta og öryggi gagnaflutninga er með allra besta móti. Það segir sína sögu að fjögur gagnaver eru á Ásbrú, þar á meðal alþjóðlegt gagnaver Verne Global. Stjórnendur þess nefna þrjá lykilþætti sem réðu staðsetningunni; stöðuga og næga orku, kröftugt samgöngunet til og frá landinu og sjálfbærar orkulindir. Gagnaverin eru öll knúin grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum og sérhönnuð til að nýta vindkælingu á svæðinu.

Reykjanes: Iceland's premium location brochure
Sækja
PDF 4.081 Kb

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Aerotroplis á Suðurnesjum

Viljayfirlýsing um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar - fyrstu skref í átt að mótun Aerotropolis á Suðurnesjum.

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Ásbrú norður

Ásbrú norður er verkefni sem snýr að þróun og uppbyggingu norðurhluta vallarsvæðisins, sem Kadeco mun leiða í samstarfi við þrjú ...

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Eldey frumkvöðlasetur

Kadeco hefur frá upphafi lagt áherslu á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú og þar hefur á skömmum tíma myndast öflugt samfélag ...

Nánar

Viðburðir og menning

Atlantic Studios er fyrsta flokks kvikmyndaver í fyrrum flugskýli varnarliðsins. Húsið er alls 5000m2 sem skiptast 2200m2 ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar
Ertu með spurningar?
Hafðu samband –
+354 425 2100 –
info@kadeco.is