VIÐBURÐIR OG MENNING MENNING OG VIÐBURÐIR

Atlantic Studios er fyrsta flokks kvikmyndaver í fyrrum flugskýli varnarliðsins. Húsið er alls 5000m2 sem skiptast 2200m2 kvikmyndaver, skrifstofurými, geymslur, hreinlætisaðstöðu og veitingaaðstöðu. Útisvæði innan girðingar er 7000 fm2. Húsið hentar frábærlega fyrir hverskyns kvikmyndatökur og hefur verið eftirsótt af íslenskum jafnt sem erlendum kvikmynda-gerðarmönnum, sem einnig geta fengið aðgang að öðrum húsum á Ásbrú. Það hentar einnig afar vel fyrir stærri viðburði á borð við tónleika og aðrar skemmtanir.

OPINN DAGUR
Á ÁSBRÚ

Opinn dagur á Ásbrú er árlegur viðburður sem trekkir víða að. Atburðurinn er í anda Karnivala varnarliðsins sem voru opin íslenskum almenningi. Opni dagurinn er haldinn í Atlantic Studios. Boðið er upp á sannkallaða karnivalstemningu; fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna og spennandi sölubása auk þess sem fyrirtæki á Ásbrú kynna starfsemi sína.

ATP ICELAND 
Á ÁSBRÚ

Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties var haldin á Ásbrú í fyrsta sinn árið 2013 en hefur fest sig í sessi og er nú árlegur viðburður, enda hefur hátíðin vakið mikla lukku, gengið vel fyrir sig og laðað að fjölda erlendra gesta. Tónlistaratriði hafa farið fram á tveimur sviðum, í Atlantic Studios og Andrews-leikhúsinu. Fjölmargar hljómsveitir hafa spilað á hátíðinni, innlendar sem erlendar. Meðal stórra erlendra nafna sem hafa sótt hátíðina heim má m.a. nefna Neil Young & Crazy Horse, Nick Cave og Portishead. 

Hátíðin er að erlendri fyrirmynd en upphaflega var hún eingöngu í Englandi, en hefur nú náð fótfestu í fleiri löndum. 

ANDREWS THEATRE 

Andrews-leikhúsið heitir menningarhúsið á Ásbrú og eru þar árlega haldnir fjöldi tónleika og ráðstefna. Andrews er fyrrum kvikmynda-sýningarsalur varnarliðsins. Auk tónleika- og ráðstefnuhalds er húsið notað undir stærri viðburði eins og útskriftir hjá Keili, danssýningar hjá Bryn Ballett o.fl.

Salurinn tekur 499 manns í sæti. Sviðið er 100 fermetrar. Myndvarpi, tjald og hljóðkerfi er til staðar fyrir fyrirlestra.

Steingólf er í anddyri og stórir gluggar með flottu útsýni til austurs yfir Reykjanesskagann. 

Hægt er að leigja húsið undir staka viðburði. Vinsamlega sendið okkur fyrirspurn ef áhugi er fyrir því að leigja húsnæðið.

Andrews leikhúsið
Seljubraut 700, 232 Reykjanesbær
Sími: 425 2100
Netfang: fyrirspurnir@asbru.is

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Aerotropolis á Suðurnesjum

Viljayfirlýsing um skipulag, þróun og hagnýtingu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar - fyrstu skref í átt að mótun Aerotropolis á Suðurnesjum.

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar

Ásbrú

Ásbrú er nýtt nafn á fyrrum varnarsvæði NATÓ við Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisin...

Nánar

Ásbrú norður

Ásbrú norður er verkefni sem snýr að þróun og uppbyggingu norðurhluta vallarsvæðisins, sem Kadeco mun leiða í samstarfi við þrjú ...

Nánar

Fjárfestu í Reykjanesi

Reykjanesið er eitt mest spennandi svæði landsins fyrir fjárfesta, innlenda sem erlenda. Nálægð við alþjóðflugvöll, nálægð ...

Nánar

Eldey frumkvöðlasetur

Kadeco hefur frá upphafi lagt áherslu á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú og þar hefur á skömmum tíma myndast öflugt samfélag ...

Nánar

Viðburðir og menning

Atlantic Studios er fyrsta flokks kvikmyndaver í fyrrum flugskýli varnarliðsins. Húsið er alls 5000m2 sem skiptast 2200m2 ...

Nánar

Keilir

Eitt fyrsta verkefni Þróunarfélagsins var stofnun Keilis.Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er ætlað að verða ...

Nánar
Ertu með spurningar?
Hafðu samband –
+354 425 2100 –
info@kadeco.is