Skrifstofustjóri

Kadeco leitar að skrifstofustjóra í 50% starf.

Skrifstofustjóri hefur yfirumsjón með skrifstofunni okkar og sér um að allt gangi smurt fyrir sig.

Viðkomandi þarf að hafa reynslu af bókhaldi (DK), skýrslu- og áætlanagerð.

Dagleg verkefni snúa meðal annars að bókun reikninga, skjalastjórnun, símsvörun, móttöku, innkaupum og ýmiss konar stoðvinnu, svo sem samskiptum við lóðarhafa og aðra viðskiptavini.

Við erum að leita að lífsglöðum vinnufélaga til að taka þátt í spennandi verkefnum og hlúa að góðum starfsanda, með starfsstöð á skrifstofunni okkar á Ásbrú.

Starfið er laust nú þegar.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um starfið og umsókn á alfred.is

Ertu með spurningar?