UM KADECO

Félagið var stofnað 24. október 2006 í kjölfar lokunar Bandaríkjahers á herstöð sinni við Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að taka við þeim eignum sem ekki yrðu nýttar áfram til flugvallarreksturs eða í öryggissamstarfi Norður-Atlantshafsbandalagsins.

Markmið og tilgangur Kadeco er að leiða þróun og umbreytingu á þessum eignum og landi sem Varnarliðið skildi eftir sig til borgaralegra nota. Í því felst meðal annars nauðsynleg undirbúningsvinna, svo sem úttekt á svæði og mannvirkjum ásamt þróunar- og vaxtarmöguleikum þess í samráði við þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta.

Ertu með spurningar?
Hafðu samband –
+354 425 2100 –
info@kadeco.is