Samráð

Byggðarþróun í samtali við samfélagið

Öflug samfélög hafa byggst upp á nærsvæðum flugvalla víða um heim. Þau samfélög sem hafa heppnast hvað best eru byggð út frá sérstöðu hvers svæðis. Við þróun og uppbyggingu svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll verður lögð rík áhersla á að svæðið þróist í takt við samfélagið í kring. Unnið er út frá fólksmiðaðri skipulagsnálgun þar sem horft er til þarfa og væntinga fólks sem notar og starfar við flugvöllinn og að sama skapi íbúa í nágrenni hans.

Taktu þátt í þróun nýrrar byggðar

Ný þróunaráætlun er fasaskipt og sveigjanleg, unnin í samráði við íbúa á Suðurnesjum og aðra hagsmunaaðila. Áhersla er hefur verið lögð á að fá sem flestar skoðanir að borðinu svo tækifæri svæðisins verði sem best nýtt.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á uppbyggingunni til að kynna sér verkefnið betur á vef nýrrar þróunaráætlunar, K64.is. Þar er einnig hægt að hafa samband, senda inn fyrirspurnir og skrá sig á póstlista til að fá reglulegar fréttir af framvindu verkefnisins.

No items found.
No items found.

Ertu með spurningar?