Samráð

Byggðarþróun í samtali við samfélagið

Öflug samfélög hafa byggst upp á nærsvæðum flugvalla víða um heim. Þau samfélög sem hafa heppnast hvað best eru byggð út frá sérstöðu hvers svæðis. Til þess að greina tækifærin við Keflavíkurflugvöll hefur Kadeco fengið til liðs við sig einn helsta sérfræðing heims á sviði byggðarþróunar við flugvelli, Dr. Max Hirsh. Hirsh leggur áherslu á fólksmiðaða skipulagsnálgun sem hann kallar borgarþróun við flugvelli, Airport Urbanism. Með þessari nálgun er lögð áhersla á þarfir og væntingar fólks sem notar og starfar við flugvöllinn og að sama skapi íbúa í nágrenni hans.

Taktu þátt í þróun nýrrar byggðar

Ný þróunaráætlun verður fasaskipt og sveigjanleg, unnin í samráði við íbúa á Suðurnesjum og aðra hagsmunaaðila. Meðan á undirbúningi stendur verða haldnir samráðsfundir fyrir fjölbreytta hópa fólks sem búa og starfa í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Áhersla er lögð á að fá sem flestar skoðanir að borðinu svo tækifæri svæðisins verði sem best nýtt.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á uppbyggingunni til að taka þátt í samráðsfundum en einnig hvetjum við fólk til að senda okkur sínar hugmyndir og fyrirspurnir á masterplan@kadeco.is.

No items found.
No items found.

Ertu með spurningar?

Hafðu samband
+354 425 2100   
info@kadeco.is