Samráð

Byggðarþróun í samtali við samfélagið

Öflug samfélög hafa byggst upp á nærsvæðum flugvalla víða um heim. Þau samfélög sem hafa heppnast hvað best eru byggð út frá sérstöðu hvers svæðis. Við þróun og uppbyggingu svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll verður lögð rík áhersla á að svæðið þróist í takt við samfélagið í kring. Unnið er út frá fólksmiðaðri skipulagsnálgun þar sem horft er til þarfa og væntinga fólks sem notar og starfar við flugvöllinn og að sama skapi íbúa í nágrenni hans.

Taktu þátt í þróun nýrrar byggðar

Ný þróunaráætlun verður fasaskipt og sveigjanleg, unnin í samráði við íbúa á Suðurnesjum og aðra hagsmunaaðila. Meðan á undirbúningi stendur verða haldnir samráðsfundir fyrir fjölbreytta hópa fólks sem búa og starfa í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Áhersla er lögð á að fá sem flestar skoðanir að borðinu svo tækifæri svæðisins verði sem best nýtt.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á uppbyggingunni til að taka þátt í samráðsfundum en einnig hvetjum við fólk til að senda okkur sínar hugmyndir og fyrirspurnir á masterplan@kadeco.is.

No items found.
No items found.

Ertu með spurningar?