Kadeco leiðir samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar við þróun og uppbyggingu á landi ríkisins við Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur er vel tengdur alþjóðaflugvöllur og með vönduðu skipulagi getur hann orðið drifkraftur fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Staðsetningin á milli Evrópu og Ameríku, nálægðin við höfuðborgarsvæðið, sveitarfélögin við völlinn og sérstaða Íslands eru þættir sem sérstaklega er horft til við þróun svæðisins.
Rík áhersla er lögð á að svæðið þróist í takt við samfélagið í kring og við uppbyggingu verði horft til styrkleika Suðurnesja og Íslands í heild.
Um er að ræða leigulóðir í eigu Ríkissjóðs Íslands sem leigðar eru til 50 ára. Ársleiga lóðarleigu er 2% af fasteignamati lóðar fyrir atvinnuhúsnæði en 1,5 % af fasteignamati lóðar fyrir lóðir undir íbúðarhúsnæði, en þó að lágmarki 131,5 kr. pr. fermetra samkvæmt byggingarvísitölu desember 2023. Að öðru leyti gildir gjaldskrá Reykjanesbæjar.
Samræmdar reglur gilda um heimildir Kadeco til að gera samkomulag um forleigurétt við leigutaka lóða á starfssvæði Kadeco, annars vegar í lóðarleigusamningum og hins vegar í sérstöku samkomulagi vegna aðliggjandi lóða. Lesa má nánar um verklagsreglur um forleigurétt hér.