Tækifærin við Keflavíkurflugvöll

Kadeco leiðir samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar við þróun og uppbyggingu á landi ríkisins við Keflavíkurflugvöll.

Keflavíkurflugvöllur er vel tengdur alþjóðaflugvöllur og með vönduðu skipulagi getur hann orðið drifkraftur fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Staðsetningin á milli Evrópu og Ameríku, nálægðin við höfuðborgarsvæðið, sveitarfélögin við völlinn og sérstaða Íslands eru þættir sem sérstaklega er horft til við þróun svæðisins.

Rík áhersla er lögð á að svæðið þróist í takt við samfélagið í kring og við uppbyggingu verði horft til styrkleika Suðurnesja og Íslands í heild.

Hér má lesa meira um borgarþróun við flugvelli og tækifærin við Keflavíkurflugvöll.

No items found.

Lóðir til úthlutunar

Um er að ræða leigulóðir í eigu Ríkissjóðs Íslands sem leigðar eru til 50 ára. Ársleiga lóðarleigu er 2% af fasteignamati lóðar en þó að lágmarki 107,44 kr. pr. fermetra samkvæmt byggingarvísitölu 1. janúar 2021 (749 stig). Að öðru leyti gildir gjaldskrá Reykjanesbæjar.

Ertu með spurningar?