Keilir

Eitt fyrsta verkefni Kadeco var stofnun Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Keilir er akademískur burðarás þeirrar þróunar sem á sér stað á Ásbrú. Skólinn er byggður upp í kringum þrjár megin greinar; flug, heilsu og tækni. Keilir hefur byggt upp aðstöðu til að vera fyrirtækjum sem staðsetja sig á Ásbrú innan handar í tvíhliða samstarfi, þar sem fyrirtækin nýta þá þekkingu sem býr í nemendum og starfsfólki Keilis. Þannig fá fyrirtækin ekki bara aðgang að þekkingu heldur taka þau þátt í að skapa mannauð til að sækja þekkingu til.

Keilir er í eigu sterkra aðila úr atvinnulífi og samfélagi, en Háskóli Íslands er stærsti einstaki hluthafinn og eru þær greinar sem kenndar eru á háskólastigi hluti af námsframboði háskólans.  

Keilir hefur einsett sér að byggja upp námsmannasamfélag þar sem boðið er upp á vandað nám með áherslu á nútímalega og fjölbreytta kennsluhætti, bæði í staðnámi og fjarnámi. Áhersla er lögð á að skapa nemendum traust og gott námsumhverfi.

Nánari upplýsingar um Keili má finna á www.keilir.net

No items found.

Lóðir til úthlutunar

Um er að ræða leigulóðir í eigu Ríkissjóðs Íslands sem leigðar eru til 50 ára. Ársleiga lóðarleigu er 2% af fasteignamati lóðar en þó að lágmarki 107,44 kr. pr. fermetra samkvæmt byggingarvísitölu 1. janúar 2021 (749 stig). Að öðru leyti gildir gjaldskrá Reykjanesbæjar.

Ertu með spurningar?