Ásbrú

Ásbrú er nýr bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 4000 íbúum og yfir 2000 starfsmönnum hjá 300 fyrirtækjum. Reykjanesbær hefur ákveðið að Ásbrú verði næsta uppbyggingarhverfi í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir því að á Ásbrú geti risið allt að 14.000 íbúa hverfi á næstu 30 árum.

Hér er sett fram rammaskipulag fyrir Ásbrú í Reykjanesbæ. Rammaskipulagið byggir á skipulagsgreiningu og forsögn að rammaskipulagi fyrir Ásbrú, sem Alta vann fyrir Reykjanesbæ og Kadeco. Í rammaskipulaginu eru lagðar megin línur um landnotkun og samgöngukerfi, byggðarmynstur, landslagshönnun og mótun staðaranda fyrir Ásbrú til næstu 30 ára. Rammaskipulaginu fylgir skýrsla frá verkfræðistofunni COWI í Osló um fyrirkomulag blágrænna ofanvatnslausna, sem vísað er til í þessari greinargerð.

Nánari upplýsingar í ÁSBRÚ Rammaskipulag og Kynning á rammaskipulagi fyrir Ásbrú.

No items found.

Lóðir til úthlutunar

Um er að ræða leigulóðir í eigu Ríkissjóðs Íslands sem leigðar eru til 50 ára. Ársleiga lóðarleigu er 2% af fasteignamati lóðar en þó að lágmarki 107,44 kr. pr. fermetra samkvæmt byggingarvísitölu 1. janúar 2021 (749 stig). Að öðru leyti gildir gjaldskrá Reykjanesbæjar.

Ertu með spurningar?