May 13, 2024
14/5/2024

Ábrúarsmiðjan - Skapaðu morgundaginn

Fjöldi fólks lagði leið sína á Ásbrú um helgina í tilefni af Ásbrúardeginum, þar sem hægt var að heimsækja ýmsa fjölbreytta viðburði. Í Háaleitisskóla var haldin Ásbrúarsmiðjan - Skapaðu morgundaginn, þar sem meðal annars var hægt að skoða verkefni nemenda þar sem þau veltu fyrir sér rammaskipulagi á Ásbrú og unnu hugmyndir fyrir útisvæði og leiksvæði hverfisins. Verkefnin unnu nemendur fyrr í vor í vinnusmiðjum um framtíð Ásbrúar með hönnunarteyminu ÞYKJÓ, en meðlimir ÞYKJÓ voru á staðnum á laugardaginn og buðu upp á opnar smiðjur fyrir gesti og gangandi. Auk þess var rammaskipulag Ásbrúar til sýnis og gátu gestir spjallað um framtíðarþróun og skipulag Ásbrúar við fulltrúa frá Kadeco og Reykjanesbæ.

Fréttir RÚV litu við í Háaleitisskóla og spjölluðu við nemendur, gesti og Samúel Torfa Pétursson, þróunarstjóra Kadeco. Smellið hér til að horfa á fréttainnslagið.

Fjöldi gesta heimsótti Ásbrúarsmiðjuna í Háaleitisskóla
Hönnunarteymið ÞYKJÓ leiddi vinnusmiðjur
Hægt var að skoða sýningu á verkefnum nemenda um framtíðarþróun á Ásbrú.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?