January 27, 2026
27/1/2026

Reikningar vegna lóðaleigu á Ásbrú – einföld skýring

Íbúar og fyrirtæki á Ásbrú eru nú að fá reikninga fyrir lóðaleigu frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar (Kadeco). Ástæðan er sú að íslenska ríkið á allt land á Ásbrú og hefur falið Kadeco að innheimta lóðaleigu af þeim sem búa eða reka starfsemi á svæðinu. Innheimtukröfur hafa þegar verið settar í netbanka og reikningar verða einnig sendir í pósti á næstu dögum. Að auki innheimtir Reykjanesbær fasteignagjöld eins og venja er fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði og því fá íbúar og rekstraraðilar tvo reikninga:

·     Kadeco – lóðaleiga

·     Reykjanesbær – fasteignagjöld

Þetta er vegna þess að ríkið er landeigandi á Ásbrú en Reykjanesbær sér um skipulagsmál.

 

Ef þörf er á frekari upplýsingum má senda fyrirspurn á info@kadeco.is

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?