Aðalfundur Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, var haldinn fimmtudaginn 30. maí. Á fundinum var ársreikningur félagsins kynntur og ársskýrsla gefin út. Í stjórn Kadeco voru kjörin Steinunn Sigvaldadóttir, Einar Jón Pálsson, Eva Stefánsdóttir, Guðmundur Daði Rúnarsson og Páll Jóhann Pálsson sem kemur nýr inn í stjórn í stað Ísaks Ernis Kristinssonar. Hrafn Hlynsson var kjörinn varamaður. Ísak var þakkað fyrir vel unnin störf.
Smellið hér til að lesa árssýrslu og ársreikning Kadeco fyrir árið 2023.