January 27, 2024
27/1/2024

Engin ástæða til að horfa annað varðandi miðstöð alþjóðaflugs á Íslandi

Óðinn Jónsson hjá FF7 ræddi við Pálma Frey Randversson, framkvæmdastjóra Kadeco, um eldsumbrot á Reykjanesinu og umræðuna í tengslum við þau og fór yfir stöðuna á Keflavíkurflugvallarsvæðinu .

„Það er engin ástæða til að horfa til annarra staða varðandi miðstöð alþjóðaflugs á Íslandi," segir Pálmi Freyr. Hann biðlar til fjölmiðla og almennings að gæta sín í umræðu um áhrif eldsumbrota á svæðinu. Keflavíkurflugvelli stafi ekki hætta af þeim. Miðnesið, þar sem flugvöllurinn, Reykanesbær og Suðurnesjabær eru, er jarðsögulega mun eldra land en svæðið þar sem eldsumbrotin hafa verið og engar vísbendingar eru um að þar undir verði jarðhræringar sem ógni mannvirkjum.

Í kjölfar nýliðinna atburða hefur Kadeco hraðað skipulagsvinnu til þess að geta boðið Grindvíkingum og öðrum að setjast að á Ásbrú.

Smellið hér til að lesa viðtalið á vef FF7

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?