April 22, 2022
16/2/2023

Forsendugreining fyrir stefnumótun: Þróunarsvæði Keflavíkurflugvallar

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, leiðir samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Skipulaginu er ætlað að vera drifkraftur til aukinnar atvinnustarfsemi á svæðinu, en þar eru gríðarleg tækifæri og því afar mikilvægt að vel takist til. Keflavíkurflugvöllur er ekki síður mikilvægur fyrir landið allt sem hnútpunktur Íslands við umheiminn. Verkefni Kadeco er að útbúa öfluga þróunaráætlun og gott skipulag, sem byggir á sýn um svæðið, markaðsgreiningu og alþjóðlegri hugmynda- og skipulagssamkeppni. 

Hluti af undirbúningsvinnu fyrir gerð þróunaráætlunar er ítarleg forsendugreining, sem ætlað er að mynda grunn að mótun framtíðarsýnar fyrir flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar og svæðismarks (e. regional brand). Forsendugreiningin gefur mynd af sérstöðu svæðisins við flugvöllinn, mögulegum tækifærum og áskorunum sem í því felast ásamt samkeppnisforskoti þess í samanburði við önnur alþjóðleg flugvallarsvæði. 

Forsendugreininguna má lesa hér fyrir neðan, en í henni er að finna greinargóða útskýringu á forsendum verkefnisins og greiningu á innlendu og alþjóðlegu samhengi.

Forsendugreining (PDF)

Forsendugreiningin er hluti af þeim gögnum sem þátttakendur í alþjóðlegri samkeppni um tillögu að nýrri þróunaráætun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar höfðu til hliðsjónar við sína vinnu.  Þrjú teymi, leidd af Arup, Jacobs og KCAP, komust áfram í lokaáfanga samkeppninnar, en tillaga alþjóðlegu hönnunar- og skipulagsstofunnar KCAP varð hlutskörpust.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?