November 11, 2025
11/11/2025

Háaleitisskóli hlýtur hvatningarverðlaun

Háaleitisskóli, grunnskólinn á Ásbrú hlaut í ár Hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna sem veitt voru á Bessastöðum í síðustu viku.

Dómnefnd tók sérstaklega fram í umsögn sinni að skólanum hefði tekist að skapa einstaklega jákvæða skólamenningu en í skólanum eru sjö af hverjum tíu nemendum af erlendum uppruna. Eru þar töluð 30 tungumál og hefur mikil rækt verið lögð við samstarf við foreldra.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

„Það er gaman að sjá nágranna okkar í Háaleitisskóla fá þessa viðurkenningu sem þau eiga skilið. Við fengum að kynnast aðeins þessum flotta hópi barna og starfsfólks í Háaleitisskóla þegar við unnum með þeim og ÞYKJÓ í verkefninu Börnin að borðinu. Ásbrú er eitt af áherslusvæðum Kadeco en þróunaráætlun K64 byggir á núverandi þéttbýlisskipulagi Ásbrúar. Það eru ýmis uppbyggingarverkefni fram undan á svæðinu. Ég hlakka til að halda áfram að vinna með skólanum og óska þeim hjartanlega til hamingju með verðlaunin,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdarstjóri Kadeco.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?