Kadeco er í hópi þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjanesbæjar árið 2023, en viðurkenningar voru afhentar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar fimmtudaginn 31. ágúst síðastliðinn.
Í ár var lögð áhersla á fjölbreytta garða með náttúrulegu yfirbragði, nytjagarða til ætis í bland við snyrtilega og vel viðhaldna garða. Ár hvert er veitt viðurkenning fyrir vel uppgerð eldri hús og undanfarin ár hefur einnig verið veitt viðurkenning fyrir framlag til umhverfis og samfélags.
Kadeco var veitt viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis, en ávallt hefur verið lögð áhersla á að hugsa vel um umhverfi skrifstofuhúsnæðisins að Skógarbraut á Ásbrú og styðja við hvers konar umhverfisátök á svæðinu. Undanfarin ár hafa miklar endurbætur verið gerðar á húsnæðinu sjálfu og svæðinu þar í kring.