Góð mæting var á opinn fund um hágæða grænar samgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 12. október síðastliðinn, en einnig fygldist mikill fjöldi með fundinum í streymi.
Að fundinum stóðu Innviðaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Kadeco, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Farið var yfir stöðuna í samgöngumálum eins og hún er í dag, rætt um sameiginlega framtíðarsýn, raunhæfni og mögulegar lausnir á þeim áskorunum sem staðið er frammi fyrir. Einnig voru skoðuð dæmi frá öðrum borgum í Evrópu sem hafa ráðist í tilsvarandi verkefni sem læra má af og púlsinn tekinn á þeim möguleikum sem bjóðast hjá aðilum sem vinna um allan heim að stórum innviðaverkefnum með áherslu á vistvænni samgöngur.
Samúel Torfi Pétursson, þróunarstjóri Kadeco, var meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum, en hann sagði frá Keflavík-Reykjavík Link (KRL) - nýrri tillögu að hágæða almenningssamgöngum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar sem sett er fram í þróunaráætlun Keflavíkurflugvallarsvæðis, K64.
Upptaka frá fundinum:
Kynningarglærur fyrirlesara eru aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar, neðarlega á síðu undir liðnum dagskrá. Nánar hér.