Í gær, 29. september var haldinn samráðsfundur með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meðal annars var rætt um möguleika þróunarsvæðisins við Keflavíkurflugvöll. Líflegar umræður sköpuðust og fjöldi góðra hugmynda kom fram.