May 5, 2025
5/5/2025

Ný aparóla á Ásbrú

Í fyrra fengu Kadeco og Reykjanesbær krakkana í Háaleitisskóla með í vinnustofur um það hvað hægt væri að gera til að bæta umhverfið á Ásbrú, en hönnunarteymið ÞYKJÓ hafði umsjón með vinnustofunum. Vinnustofurnar voru vel heppnaðar og voru valdar Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands í fyrra. Það sem var skemmtilegast við verkefnið var að sjá hvað börnin voru áhugasöm og spennt fyrir því að geta haft raunveruleg og uppbyggileg áhrif á umhverfi sitt.

Í dag var Barna- og ungmennahátíð Reykjanesbæjar, BAUN, sett og af því tilefni var ný aparóla formlega tekin í notkun við leiksvæðið við Skógarbraut. Aparólan, sem var sett upp af Reykjanesbæ með dyggum stuðningi Verne Global, er einmitt ein þeirra hugmynda sem börnin í skólanum settu fram á vinnustofunum í fyrra.

Krakkarnir voru himinlifandi með róluna, en fulltrúar frá Reykjanesbæ, Háaleitisskóla og Verne Global voru viðstaddir opnunarathöfnina.

Nánar má lesa um vinnustofurnar hér, hér og hér.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?