September 24, 2025
30/9/2025

Mikilvægt að uppbygging sé unnin í samráði

Fyrirtækin sem starfa á K64 kjarnasvæðunum eru fjölmörg og verkefnin sem þau takast á við ólík. Næstu misseri munum við birta röð af stuttum umfjöllunum um fyrirtækin á svæðinu með það að markmiði að kynna þá fjölbreyttu starfsemi sem á sér stað á Suðurnesjum og K64 áhrifasvæðunum.

Aðaltorg ehf. er eitt af þeim fyrirtækjum sem starfa á kjarnasvæðum K64 þróunaráætlunarinnar. Fyrirtækið er fasteignaþróunarfélag sem leitast eftir því að brúa þjónustuframboð á svæðinu þannig að það henti bæði þeim sem fara til og frá Keflavíkurflugvelli og nærsamfélögunum.

Starfsmenn Aðaltorgs eiga allir rætur sínar að rekja til Suðurnesja og að sögn Ingvars Eyfjörð, framkvæmdastjóra Aðaltorgs, er megin markmið fyrirtækisins að byggja upp þjónustuframboð sem hentar bæði þeim sem fara um Keflavíkurflugvöll og nærliggjandi sveitarfélögum.

Að sögn Ingvars var greiningin að baki K64 þróunaráætluninni lykilatriði í að greina tækifæri svæðisins og gjörbreytti þeirri mynd sem fyrirtækið fór eftir í sínum áætlunum.

„Við erum öll hérna heimamenn og þegar við hófum þessa vegferð þá vildum við taka þátt í frekari uppbyggingu á samfélaginu okkar", segir Ingvar. „Það eru feikilega mörg tækifæri til að byggja upp frekari þjónustu á svæðinu, bæði fyrir samfélagið og ferðamennina. Ég held það sé mjög mikilvægt að svona uppbygging sé unnin í samráði og samstarfi og ég held að K64 hafi rammað inn þennan grundvöll.“

Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs

Framtíðin er björt hjá Aðaltorgi og er unnið að frekari uppbyggingu á svæðinu. Aðspurður segist Ingvar vona að Aðaltorg verði mikilvæg miðja í þjónustuframboði nærsamfélagsins næstu ár og áratugi, bæði með tilliti til flugvallarins og nærliggjandi sveitarfélaga.

„Ég held að Kadeco hafi unnið þessa vinnu feikilega vel og mjög vandað til verka til að skapa raunverulegt plagg fyrir okkur í þróunarvinnu að vinna eftir.“

Skissa af framtíðaruppbyggingu á Aðaltorgi

K64 er þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar, þar sem sett er fram heildstæð sýn á uppbyggingu svæðisins fram til ársins 2050. Kadeco hefur leitt vinnu við gerð áætlunarinnar í samstarfi við fjölda aðila bæði innlenda og erlenda. Áætlunin byggir á samvinnu sveitarfélaga og hagsmunaaðila um að skapa sterka sýn með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Það auðveldar uppbyggingu og eykur hagsæld meðal íbúa og sveitarfélaga á svæðinu.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?