November 20, 2025
20/11/2025

Samið um byggingarrétt á Ásbrú

Kadeco hefur skrifað undir samkomulag við Björtuvík ehf. um byggingarrétt og deiliskipulagsgerð á svokölluðum Spítalareit.

Reiturinn er nefndur eftir gamla herspítalanum á Ásbrú og er tilgreindur í uppbyggingarsamningi Kadeco, íslenska ríkisins og Reykjanesbæjar frá október 2024 um uppbyggingu allt að 1.000 nýrra íbúða á Ásbrú ásamt uppbyggingu innviða. Á Spítalareit verða byggðar að lágmarki 200 nýjar íbúðir í randbyggð innan um eldri byggingar sem munu standa áfram, sem eru gamli herspítalinn á Ásbrú og Andrews Theatre.

Tillaga að deiliskipulagi hefur verið til kynningar að undanförnu. Höfundar deiliskipulagsins eru Sen & Son arkitektar og Hille Melbye arkitekter í Noregi.

Byggðar verða fjölbreyttar íbúðir á reitnum af ólíkri stærð og gerð og mikið er lagt upp úr vandaðri hönnun og fjölbreytni í húsagerðum og þakformum. Á svæðinu verða blágrænar ofanvatnslausnir og vönduð leiksvæði í bland við heilsustíg Ásbrúar sem liggur um svæðið.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?