June 11, 2020
9/12/2020

Steinunn Sigvaldadóttir kjörin stjórnarformaður Kadeco

Á aðalfundi Kadeco sem haldinn var 8. júní síðastliðinn var Steinunn Sigvaldadóttir kjörin nýr stjórnarformaður. Steinunn tekur við formennsku af Ísaki Erni Kristinssyni sem situr áfram í stjórn sem varaformaður. Steinunn situr í stjórn Kadeco fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Einar Jón Pálsson kemur nýr inn í stjórn fyrir hönd Suðurnesjabæjar og tekur við af Ólafi Þór Ólafssyni. Stjórn félagsins skipa auk Steinunnar, Ísaks og Einars, þau Elín Árnadóttir fyrir hönd Isavia og Reynir Sævarsson fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?