March 24, 2023
24/3/2023

Kadeco kynnir K64 á MIPIM 2023 í Cannes og PTE 2023 í Amsterdam

Kadeco og KCAP tóku nýverið þátt í ráðstefnunum MIPIM 2023 í Cannes og Passenger Terminal Expo 2023 í Amsterdam, þar sem Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, og Anouck Kuitenbrouwer frá KCAP kynntu K64, skipulag fyrirhugaðrar uppbyggingar umhverfis Keflavíkurflugvöll.

MIPIM 2023

Kadeco var fulltrúi eins af fjórum íslenskum fjárfestingaverkefnum sem sóttu MIPIM 2023 í Cannes dagana 14. til 17. mars undir merkjum Íslandsstofu. Um er að ræða stærstu árlegu ráðstefnu og sýningu á sviði fjárfestinga í fasteignaverkefnum. Íslandsstofa, ásamt Kadeco og Croisette Iceland stóð fyrir vel sóttum morgunverðarfundi þar sem þrjú af verkefnunum kynntu sig. Stærsta verkefnið var kynning Kadeco og KCAP á K64.

PTE 2023

Passenger Terminal Expo, stærsta árlega sýning og ráðstefna á sviði flugvallarhönnunar, var haldin í Amsterdam dagana 14.-16. mars. Þar kynntu Pálmi Freyr og Anouck Kuitenbrouwer einnig K64, nýja þróunaráætlun nærsvæðis Keflavíkurflugvallar. Í erindi sínu ræddu þau meðal annars hvernig vandað og heildstætt skipulag getur hjálpað til við að nýta nálægðina við alþjóðaflugvöll sem drifkraft fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði til langrar framtíðar.

PTE 2023

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?