September 24, 2021
21/12/2021

Þátttakendur í samkeppni Kadeco heimsóttu Reykjanesið

Þrjú fjölþjóðleg teymi, leidd af hönnunarfyrirtækjunum Arup, Jacobs og KCAP eru komin áfram í samkeppnisútboði Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk á vegum fyrirtækjanna þriggja og þeirra samstarfsaðila kom hingað til lands í byrjun september og kynnti sér umhverfi og aðstæður á Reykjanesi. Hópurinn fór í vettvangsferð um svæðið og fékk meðal annars góðar móttökur og kynningar frá fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Isavia og Helguvíkurhafnar. 

Teymin þrjú vinna nú að lokafrágangi á tillögum sínum og tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu undir lok ársins 2021.

Dagurinn hófst á morgunkaffi og kynningum í höfuðstöðvum Kadeco
Líflegar umræður sköpuðust í ráðhúsi Suðurnesjabæjar
Stoppað við Garðskagavita
Deginum lauk með heimsókn í Hljómahöllina í Reykjanesbæ og samtali við Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra

Fréttir

Nánar

News

More

Ertu með spurningar?