Túristi.is ræddi við Pálma Frey Randversson, framkvæmdastjóra Kadeco, um yfirstandandi vinnu við þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar og framtíðarmöguleikana á Suðurnesjum.
Í viðtalinu er meðal annars farið yfir samstarf og sameiginlega framtíðarsýn aðila á svæðinu, íbúafjölgun og byggðaþróun á Suðurnesjum, mikilvægi þess að huga að fjölbreytni í atvinnulífi þar og raunhæfar hugmyndir til þess að tengja sveitarfélögin betur starfseminni á flugvellinum. Einnig voru til umræðu samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli og tækifærin til þess að bæta þær. Um samgöngumálin segir Pálmi Freyr meðal annars: „Þetta verkefni hefur verið á margra höndum en við tókum að okkur það hlutverk að teikna upp stóra áætlun. Við erum með þróunarhugmyndir og viljum fá alla hagsmunaaðila að borðinu til að sameinast um að samgöngur verði frábærar."
Smellið hér til að lesa viðtalið á vef Túrista.